Frír prufutími í STOTT PILATES - Minnkaðu meiðslahættuna

birt 05. janúar 2009

Dragðu úr meiðslahættu með því að styrkja djúpvöðva líkamans með STOTT PILATES æfingakerfinu.  
Frír prufutími kl. 18:30 miðvikudaginn 7. janúar og 10% afsláttur af námskeiðum og einkatímum fyrir þig, ef þú ert á póstlista www.hlaup.is.

Skráning hjá Hrafnhildi á hrafnhildur@medanotunum.is og í síma 894-1806.  Sjá einnig nánari upplýsingar á http://www.medanotunum.is

STOTT PILATES æfingakerfið hjálpar þér  við að virkja betur öndunina þegar hlaupið er, bæta líkamsstöðuna og nota kviðvöðva í hlaupum. STOTT PILATES æfingakerfið inniheldur passlegara teygjur á móti styrktaræfingum sem þjálfa m.a. djúpvöðva líkamans.

Hrafnhildur Sigurðardóttir er kennari námskeiðanna. Hún er með alþjóðleg réttindi frá Merrithew Corporation í Kanada til að kenna STOTT PILATES og hefur kennt STOTT PILATES frá árinu 2005. Hún hefur sótt einkatíma og ýmis námskeið til að viðhalda þekkingu sinni í STOTT PILATES og er formaður Félags STOTT PILATES kennara á Íslandi.