uppfært 25. ágúst 2020

Þrettán Íslendingar munu taka þátt í UTMB hlaupunum sem standa yfir þessa dagana. UTMB er sannkölluð utanvegaveisla sem samanstendur af nokkrum mislöngum hlaupum í Mt Blanc fjöllunum. Birgir Már Vigfússon reið á valið í TDS hlaupinnu sem hófst í nótt, TDS er 145 km með 9.100m hækkun. Þegar þessi orð (miðvikudagskvöld) eru skrifuð hefur Birgir hlaupið 105 km á 20 klst og er í 176. sæti.

Í fyrramálið hefja sjö íslenskir hlauparar leik í OCC hlaupinu en það er 55 km með 3500m hækkun.

Í kjölfarið hefst CCC hlaupið en þar eru fjórir íslenskir hlauparar á meðal þátttakenda. CCC hlaupið er 101 km með 6.100m hækkun.

Síðla annað kvöld leggja Elísabet Margeirsdóttir og Þorbergur Ingi Jónsson af stað í UTMB sem er 170 km með 10.000m hækkun.

Hlaup.is óskar þessum miklu ofurhugum góðs gengis. Árangri íslensku hlauparanna verða gerð skil hér á hlaup.is þegar um helgina þegar hetjurnar hafa lokið leik í Mt Blanc. Hér að neðan má sjá lista yfir íslensku keppendunum (fengið af heimasíðu UTMB).

UTMB
Þorbergur Ingi Jónsson
Elísabet Margeirsdóttir
CCC
Benoit Branger
Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir
Sigríður Þóroddsdóttir
TDS
Birgir Vigfússon
OCC
Eva Birgisdóttir
Bryndís Davíðsdóttir
Gunnar Fríðuson
Rannveig Oddsdóttir
Sara Dögg Pétursdóttir
Ingveldur Sæmundsdóttir
Ásgeir Torfason