Þrettán Íslendingar munu taka þátt í UTMB hlaupunum sem standa yfir þessa dagana. UTMB er sannkölluð utanvegaveisla sem samanstendur af nokkrum mislöngum hlaupum í Mt Blanc fjöllunum. Birgir Már Vigfússon reið á valið í TDS hlaupinnu sem hófst í nótt, TDS er 145 km með 9.100m hækkun. Þegar þessi orð (miðvikudagskvöld) eru skrifuð hefur Birgir hlaupið 105 km á 20 klst og er í 176. sæti.
Í fyrramálið hefja sjö íslenskir hlauparar leik í OCC hlaupinu en það er 55 km með 3500m hækkun.
Í kjölfarið hefst CCC hlaupið en þar eru fjórir íslenskir hlauparar á meðal þátttakenda. CCC hlaupið er 101 km með 6.100m hækkun.
Síðla annað kvöld leggja Elísabet Margeirsdóttir og Þorbergur Ingi Jónsson af stað í UTMB sem er 170 km með 10.000m hækkun.
Hlaup.is óskar þessum miklu ofurhugum góðs gengis. Árangri íslensku hlauparanna verða gerð skil hér á hlaup.is þegar um helgina þegar hetjurnar hafa lokið leik í Mt Blanc. Hér að neðan má sjá lista yfir íslensku keppendunum (fengið af heimasíðu UTMB).
UTMB |
Þorbergur Ingi Jónsson |
Elísabet Margeirsdóttir |
CCC |
Benoit Branger |
Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir |
Sigríður Þóroddsdóttir |
TDS |
Birgir Vigfússon |
OCC |
Eva Birgisdóttir |
Bryndís Davíðsdóttir |
Gunnar Fríðuson |
Rannveig Oddsdóttir |
Sara Dögg Pétursdóttir |
Ingveldur Sæmundsdóttir |
Ásgeir Torfason |