Fylgstu með íslenska hlaupasamfélaginu úr öllum áttum

birt 22. maí 2017

Það eru ýmsar leiðir til að hafa yfirsýn yfir allt það sem er að gerast í íslenska hlaupasamfélaginu. Hlaup.is mælir með að hlauparar notfæri sér sem flestar leiðir og séu þannig alltaf meðvitaðir um það sem er framundan hverju sinni.

Á fésbókarsíðu hlaup.is er tenging við flest sem er að gerast í hlaupasamfélaginu hverju sinni. Þar birtast úrslit, myndir úr hlaupum og myndbönd, stundum nánast í beinni útsendingu. Auk þess sem þar koma inn áminningar um komandi hlaup, skráningar og fleira. „Like-aðu" hlaup.is á fésbókinni og vertu með á nótunum.

Hlaup.is er einnig með eigin rás á Youtube sem er alltaf í þróun. Stöðin nefnist HlaupTV en þar eru m.a. birt viðtöl sem tekin eru við hlaupara við hin ýmsu tækifæri.

Þá heldur hlaup.is einnig út Twitter síðu sem enn er í mótun en að sjálfsögðu er stefnt á að virkja hana sem mestt.

Að lokum skal nefna tölvupóstlista hlaup.is. Hlauparar geta skráð sig á póstlista hlaup.is og þar með fengið reglulega tölvupóst um allt það helsta sem er framundan í íslenska hlaupasamfélaginu hverju sinni.

Vertu með á nótunum í íslenska hlaupasamfélaginu á hlaup.is.

Fésbókarsíða hlaup.is
Twittersíða hlaup.is
Skráning á póstlista hlaup.is.
Youtube síða hlaup.is