Fyrirlestrar á Skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2013

birt 19. ágúst 2013

Þann 23.ágúst er skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2013. Skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2013 fer fram í Laugardalshöll. Afgreiðsla fer fram frá kl.10:00-19:00. Mjög gott aðgengi er að húsinu og nóg af bílastæðum.

Á skráningarhátíðinni munu ýmsir aðilar kynna heilsutengda starfsemi og vörur og líkt og undanfarin ár verða skemmtilegir og fræðandi fyrirlestrar í boði á skráningarhátíðinni. Fyrirlestrarnir munu fara fram í fyrirlestrasal Laugardalshallar. Fundarstjórn verður í höndum Gunnars Páls Jóakimssonar.

Dagskrá fyrirlestra

  • 17:00 - Paco Borao, formaður AIMS alþjóðasamtaka maraþonhlaupa ræðir tilgang samtakanna, markmið og baráttu fyrir útbreiðslu um allan heim. AIMS hefur frá stofnun gegnt lykilhlutverk í tæknimálum götu- og maraþonhlaupa.

    Horst Milde, fyrrverandi stjórnandi Berlínar Maraþonsins og einn að stofnendum þess segir frá sögu hlaupsins og maraþonhlaupa í Þýskalandi. Oft hefur verið sagt um Horst „að hann hafi kennt Berlínarbúum að hlaupa".
  • 17:40 - Aníta Hinriksdóttir, afrekskona í frjálsíþróttum og þjálfari hennar Gunnar Páll Jóakimsson segja frá hlaupum sumarsins, þjálfunaraðferðum og framtíðaráformum.
  • 18:20 - Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og hlaupari segir frá reynslu sinni af nýafstöðnu Laugavegshlaupi ásamt því að segja frá því sem næst er á döfinni hjá henni.

Nánari upplýsingar má finna á http://marathon.is/skraning/skraningarhatidh