Gunnlaugur Júlíusson ofurhlaupari verður með fyrirlestur miðvikudaginn 29. september n.k. kl. 20.00 í fundarsal Greifans, annarri hæð.
Fyrirlesturinn ber nafnið "Sársauki er tímabundinn - upplifunin er eilíf".
Afrek Vestfirðingsins og ofurhlauparans Gunnlaugs Júlíussonar í langhlaupum á síðustu árum hafa vakið þjóðarathygli. Þegar Gunnlaugur byrjaði hlaupaferil sinn var hann tæplega 42 ára gamall og vel yfir 90 kíló að þyngd. Síðan þá hefur hann tekið þátt í fjölda ofurhlaupa um víða veröld við góðan orðstír.
Bók Gunnlaugs sem kom út fyrir jólin í fyrra "Að sigra sjálfan sig" verður til sölu á 1500 kr. (ekki posi).
Bókin er tekin saman með það í huga að hún geti orðið fólki hvatning til að takast á við sjálfan sig á einhvern hátt.
Látum þetta frábæra tækifæri ekki fram hjá okkur fara!
Aðgangur að fyrirlestrinum er ókeypis! Allir velkomnir!
Sjáumst á Greifanum, efri hæð kl. 20:00 á miðvikudaginn kemur 29. september.