Fyrirlestur um hlaup á Bjargi, Akureyri - HVERNIG GETUR ÞÚ BÆTT ÞIG

birt 28. febrúar 2012

Sigurður P. Sigmundsson, fyrrverandi Íslandsmethafi í maraþonhlaupi og margreyndur þjálfari, mun verða með fyrirlestur "Hvernig getur þú bætt þig" þriðjudaginn 6. mars kl. 20:00 í líkamsræktarstöðinni að Bjargi, Akureyri. Hann mun fjalla um þá þætti sem skipta máli til að bæta árangur í langhlaupum svo sem:

  • Markmiðasetning
  • Skipulag æfinga, samsetning og álag.
  • Hlaupastíll
  • Búnaður
  • Mataræði
  • Undirbúningur fyrir keppni
  • Keppnisáætlun

Aðgangseyrir er kr. 2.000,-