Fyrirlestur um rathlaupsíþróttina þann 9. mars

birt 03. mars 2011

ÍSÍ, ÍBR og Rathlaupsfélagið Hekla bjóða til fyrirlestrar um rathlaupsíþróttina þann 9. mars í húsnæði ÍSÍ í Laugardalnum.

Rathlaupsíþróttin er núna loksins að ná fótfestu á íslandi eftir 20 ára tilraunir. Hekla hefur staðið fyrir metnaðarfullu starfi frá því að félagið var stofnað í desember 2009.

Fyrirlesturinn er haldin af sérfræðingum í íþróttinni sem að koma hingað til lands frá Noregi. Þessir sérfræðingar hafa mikla reynslu í íþróttinni sjálfri og þjálfun hennar og kennslu. Það er óhætt að lofa spennandi kynningu á íþróttinni og möguleikum hennar.

Fyrirlestrarnir verða haldnir þann 9. mars klukkan 20:00 í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal.

Frekari upplýsingar er hægt að fá í síma 895-2409 hjá formanni Heklu Guðmundi Finnbogasyni.

Ítarlegri upplýsingar.