Gæðahlaupari frá Svíþjóð tekur þátt í Kópavogsmaraþoninu

birt 11. maí 2018

Þátttakendur í Kópavogsmaraþoninu sem fram fer á morgun, laugardag, munu etja kappi við Lisu Ring, einn fremsta langhlaupara Svíþjóðar. Hin 25 ára Lisa, mun taka þátt í 10 km hlaupinu en þess má geta að hún á 34:07 í 10.000m hlaupi. Þátttakendur í 10 km hlaupinu í Kópavogsmaraþoninu standa því frammi fyrir ærnu verkefni að skjóta Lisu ref fyrir rass.Það er ekki á hverjum degi sem íslenska hlaupasamfélagið fær hlaupara í slíkum gæðaflokki hingað til lands. Til marks um gæði Lisu þá á hún 1:16:15 í hálfmaraþoni og 2:37:27 í maraþoni.Til að etja kappi við við Lísu á morgun þá er um að gera að skrá sig í Kópavogsmaraþonið hér á hlaup.is.