Forskráning í Gamlárshlaup ÍR stendur nú yfir á hér á hlaup.is.
Gamlárshlaupið er meðal stærstu hlaupaviðburða ársins og í fyrra mættu um 900 manns til leiks. Veðurútlit er mjög gott, spáð er 7 stiga hita og logni, þ.a. það stefnir í fjölmennt og skemmtilegt hlaup.
Þátttakendur eru hvattir til að mæta í búningum í hlaupið, en veitt eru verðlaun fyrir besta karl- og kvenbúninginn.
Forskráðir geta sótt númerið sitt í Fjálsíþróttahöllina í Laugardalnum (gengið inn bakatil) milli kl. 18 og 19:30 á fimmtudag og í Ráðhúsinu milli kl. 10 og 11:45 á Gamlársdag; opið verður fyrir forskráningu til miðnættis 30. des. Við hvetjum alla sem ætla að taka þátt til að forskrá sig tímanlega og jafnframt sækja gögnin tímanlega annað hvort á fimmtudaginn eða snemma á föstudagsmorgun, keppnisdaginn, til að forðast óþarfa stress og troðning rétt fyrir hlaup.