Talsverður skortur hefur verið á hinum vinsælu Garmin Forerunner 201 GPS tækjum á Íslandi. Mikil eftirspurn í heiminum takmarkar sendingar til umboðsaðila hér á Íslandi og þar með lengist afhendingartíminn hér í verslun hlaup.is.
Nýjustu fréttir eru þær að von er á tækjunum þriðjudaginn 28. september en það gæti hugsanlega dregist um viku. Þeir aðilar sem eiga pantanir fyrir Forerunner tækjunum fá tækin send um leið og sendingin kemur til landsins.