Snorri Björnsson hefur að undanförnu farið á kostum í hlaðvarvarpsþætti sínum „The Snorri Björns Podcast Show." Fyrir skömmu ræddi Snorri við Gauta Grétarsson, sjúkraþjálfara um áhrif kyrrsetu, hreyfingu og allt þar á milli. Gauti hefur í störfum sínum sem sjúkraþjálfari m..a sérhæft sig í að aðstoða hlaupara með fjölbreyttum hætti svo allir geti notið hlaupanna með sem bestum hætti. Óhætt er að mæla með þættinum fyrir alla hlaupara.
Í þáttum sínum hefur Snorri tekið hlaup föstum tökum og fengið til sýn rjómann af íslenska hlaupasamfélaginu. Alla þættina má sjá hér að neðan.
Einnig má nálgast þætti Snorra Björns á öllum helstu hlaðvarpsveitum.