Gaza maraþonið verður haldið í annað skiptið í mars 2012 á Gazaströndinni í Palestínu og er til fjáröflunar "Summer Games" á vegum Sameinuðu Þjóðanna, en þeir leikar eru haldnir út um allt fyrir börn sem eiga um sárt að binda. Þessir leikar eru í raun 6 vikna prógram sem er á ári hverju í Gaza (í þessu tilfelli) og á hverju ári taka þátt í Summer Games um 250.000 börn bara á Gaza.
Félagið Ísland-Palestína mun styrkja þetta verkefni.
Hver sem er getur tekið þátt í hlaupinu, það er fyrst og fremst hugsað fyrir börn á Gaza og er þá hlaupin strandlengjan öll (sem er akkúrat 42 km.) Börnin hlaupa að sjálfsögðu eins og þau geta, mörg þjást af næringarskorti og geta einungis verið með stutta vegalengd. Í hlaupinu í fyrra tóku þátt alvöru hlauparar og atvinnumenn, sem koma til að styðja hlaupið og gefa því aukið væg
Nánari upplýsingar og aðstoð hjá Láru Jónsdóttur, larajonsdottir@simnet.is
Nánari upplýsingar eru í meðfylgjandi PDF skjali.
Einnig eru líka nokkir linkar á vefsíður ýmissa fréttamiðla sem fjölluðu um hlaupið 2011:
http://www.guardian.co.uk/world/gallery/2011/may/05/gaza-marathon-in-pictures
http://www.guardian.co.uk/world/2011/may/05/gaza-stages-first-marathon
http://www.bbc.co.uk/news/world-middle-east-13293629
http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=38054&Cr=Palestin&Cr1