Hlaup.is hvetur þátttakendur í almenningshlaupum til að gefa hlaupunum einkunn hér á hlaup.is. Þannig taka hlauparar þátt í að velja hlaup ársins, annars vegar götuhlaup ársins og hins vegar utanvegahlaup ársins.
Með því að gefa einkunn leggja hlauparar sitt mat á viðkomandi hlaup og hlaupahaldarar fá þar með mikilvæga innsýn í upplifun þátttakenda. Hlaup.is heldur árlega glæsilegt hóf þar sem val lesenda á langhlaupurum ársins og hlaupum ársins er opinberað. Sjá frétt hlaup.is um valið fyrir árið 2017. Athygli er vakin á því að aðeins er hægt að gefa einkunn ef hlaupari hefur tekið þátt í viðkomandi hlaupi.
Hægt er að gefa einkunn með því að fara inn á úrslitasíðu hvers hlaups og ýta á hlekkinn „Mundu að gefa hlaupinu einkunn" Sjá mynd að neðan