Geir Ómarsson náði besta tíma Íslendings í járnmanni frá upphafi í Calella á Spáni, í gær. Í járnmanni synda keppendur 3,8 km, hjóla 180 km og hlaupa að lokum maraþon, Geir lauk við þessa áskorun á átta klukkustundum, 34 mínútum og 39 sekúndum.
Alls tóku 1800 manns þátt í keppninni og hafnaði Geir í sextánda sæti og skaut þar með mörgum atvinnumönnum ref fyrir rass, stórkostlegur árangur. Í flokki áhugamanna hafnaði Geir í fjórða sæti. Þá sigraði Geir í sínum aldursflokki og tryggði sér þar með keppnisrétt á HM í járnmanni sem fram fer á Havaí að ári.
Þess má geta að 12 aðrir Íslendingar tóku þátt í járnmanninum í Calella á Spáni í gær.
Heimild: malbeinid.wordpress.com.