Verklegur tími í fullum gangi síðasta vor.Gjafakort á hlaupanámskeið hlaup.is er kjörin jólagjöf fyrir alla hlaupara, byrjendur sem og lengra komna. Farið er yfir helstu atriði í tengslum við hlaupaþjálfun og flest þau atriði sem huga þarf að í tengslum við hlaup. Námskeiðin sem bæði eru í formi fyrirlestra og verklegra tíma hafa verið haldin frá árinu 2009 við mikla ánægju hundruða hlaupara sem þau hafa sótt.Hentar hlaupurum á öllum getustigumRétt er að minna á að námskeiðið hentar hlaupurum á öllum stigum, ekki síður þeim sem eru lengra komnir og langar að fræðast nánar um hlaupin, bæta við sig þekkingu og ná upp meiri hraða og úthaldi.
Á námskeiðinu er meðal annar farið yfir eftirfarandi:
- Hvað þarf að hafa í huga þegar byrjað er að hlaupa
- Æfingahugtökin, æfingamagnið, æfingáætlanir, þjálfun með púlsmæli
- Hlaupastíll
- Mataræði
- Teygjur og styrktaræfingar
- Meiðsli og fyrirbyggjandi aðgerðir
- Útbúnaður og val á útbúnaði - Skór, fatnaður, tæki
- Almenningshlaup og undirbúningur fyrir hlaup
- Margt fleira
Tvö fyrirlestrarkvöld og einn verklegur tími
Námskeiðið samanstendur af tveimur fyrirlestrum og einni verklegri æfingu. Samtals rúmlega átta klukkustundir. Umsjónarmaður hlaup.is, Torfi H. Leifsson er leiðbeinandi á námskeiðinu. Torfi hefur stundað hlaup í rúm 25 ár og hefur séð um hlaup.is síðan 1996.
Verðið á gjafakorti fyrir hlaupanámskeiðið er 12.500 kr. Vinsamlegast sendu pöntun á gjafakorti á torfi@hlaup.is. Hægt er að greiða með millifærslu eða kreditkorti.