Gullspretturinn haldinn í áttunda sinn þann 16. júní - Metþátttka

birt 23. júní 2012

Gullspretturinn var haldinn í áttunda  sinn laugardaginn 16. júní. Tíma- og þátttökumet frá 2011 voru slegin í ár. Kári Steinn Karlsson sigraði á mettíma; 33 mín 42 sek. Þátttakendur voru 116 og fyrstu fjórir karlar hlupu undir meti Tómasar Zoëga frá því í fyrra, þar á meðal hann sjálfur. Eva Skarpaas kom fyrst kvenna á nýju meti, 42.06 og sló þar með met Bryndísar Ernstdóttur frá 2006. Önnur kona í mark, Agnes Kristjánsdóttir, hljóp  á tímanum 42.15 og var einnig undir fyrra meti.

Mótshaldarar þakka þátttakendum fyrir komuna.  Styrktaraðilar  og allir þeir sem hjálpuðu til við framkvæmd hlaupsins eiga sömuleiðis þakkir skyldar.  Netsamband lá niðri á Laugarvatni og þeim þátttakendum sem ekki höfðu reiðufé bent á að leggja inn á reikning, sumir fengu uppgefið rangt bankanúmer; rétt númer er 318 en ekki 218. Nokkur skópör eru í óskilum hjá okkur á Laugarvatni. Upplýsingar hjá Grímu í síma 6991598 eða í netfangi  grima@ml.is

Myndir og vídeo frá Gullspretti 2012 á heimasíðu Gullkistu

Myndir frá Gullspretti 2012.