Gunnlaugur Júlíusson hleypur 197 km á 24 klst

birt 06. maí 2007

Sunnudagsmorguninn 6. maí kláraði Gunnlaugur Júlíusson 24 klst hlaup með frábærum árangri, lenti í 3. sæti í hlaupinu. Hlaupið fór fram á Borgundarhólmi og hófst daginn áður eða laugardaginn 5. maí.

Gunnlaugur hefur verið einn að brautryðjendum í svokölluðum Ultra vegalengdum (vegalengdir lengri en maraþon) og hefur hlaupið 100 km hlaup og 100 mílna hlaup meðal annars.

Sjá nánar á vef Félags 100 km hlaupara.

Sjá einnig bloggsíðu Gunnlaugs.