Skokkhópur Hamars í Hveragerði mun standa fyrir 24 km utanvegahlaupi 25. maí n.k. Hlaupið er til minningar um ungan dreng, Mikael Rúnar Jónsson, sem lést af slysförum þann 1. apríl. s.l. Foreldrar hans hafa verið dyggir félagar í hlaupahópnum og mun allur ágóði hlaupsins renna til fjölskyldunnar.
Hlaupið er allt utanvega og er hægt að finna nánari lýsingar á hlaupinu í dagbók hlaup.is. Margir þekkja hlaupaleiðina því hún var hlaupin í einu af fjórum hlaupum í „Hlaupaseríu Hamars" sem nú hefur verið tekin af dagskrá.
Jafnframt mun Skokkhópurinn Hamars standa fyrir 5 km hlaupi sama dag sem hefst kl 11 í Lystigarðinum í Hveragerði. Hamarsmenn hvetja sem flesta til að mæta þar og styðja gott málefni. Skráning í 5 km er á staðnum og er lágmarksgjald kr. 1.000.