Hálfmaraþon í London - Hlaupið framhjá helstu kennileitum borgarinnar

birt 30. júlí 2009

Sunnudaginn 11. október næstkomandi verður hlaupið hálfmaraþon á vegum Royal Parks Foundation í London, sem byrjar og endar í Hyde Park.  Hlaupið er fram hjá einhverjum þekktustu kennileitum Lundúna eins og Buckingham höllinni, London Eye, Big Ben, Admiralty Arch og að sjálfsögðu í gegnum Hyde Park, hina fögru Kensington Gardens auk fleiri staða.  Að hlaupi loknu gefst hlaupurum og áhorfendum kostur á að gæða sér á gómsætum réttum á hátíðinni Brakes Food & Fitness Festival, sem fram fer þennan sama dag í Hyde Park.

Express ferðir eru með sérstaka ferð til London vegna hlaupsins 9. til 12. október næstkomandi.  Gist er á Hotel Park Plaza County Hall sem er nýtt og vel staðsett 4* hótel.  Það er við hlið London Eye og rétt við brúna þar sem gengið er yfir Thames ána til Þinghússins og fleiri áhugaverðra bygginga.  Verð á mann í tvíbýli er 79.900 kr. Innifalið er flug með sköttum og hótelgistingin  með morgunverði.  Nánari upplýsingar er að finna hér: http://expressferdir.is/ferd/CB72408C-4CCF-4836-97C7-CA70AED3F2A6/

Frekari upplýsingar um hlaupið er að finna hér http://www.royalparksfoundation.org/support/foundation/foundation_halfmarathon.cfm