Stefán Thordarson tók þátt í Hamborgar maraþoni, sem fram fór sunnudaginn 24. apríl og voru um 22.000 þátttakendur í tilefni 20 ára afmælis hlaupsins. Stefán mælir eindregið með þessu hlaupi þar sem allur aðbúnaður var til mikillar fyrirmyndar. Það eina sem hægt var að kvarta yfir, var að það var lítið um orkudrykki á leiðinni, (þrátt fyrir að vatn væri á 2.5 km millibili !). Allt annað bar merki um þýskt skipulag, þegar það er best.
Flögutími Stefáns var 3:06:04 og hann var skráður undir HÁS, en Stefán er búsettur í Danmörku.