Laugavegshlaupið fór fram í gær við frábærar aðstæður. Jafnvel höfðu einhverjir á orði að hitinn hefði verið helst til mikill, vindur var í lágmarki og þurrt alla hlaupaleiðina. Þorbergur Ingi Jónsson og Anna Berglind Pálmadóttir komu fyrst í mark eftir frábæra frammistöðu.
Þess má geta að Þorbergur og Elísabet Margeirsdóttir (annað sæti í kvennaflokki) hlupu „tvöfaldan" Laugaveg, byrjuðu í Þórsmörk á aðfaranótt laugardags, hlupu niður í Landmannalaugar, komu sér fyrir á ráslínunni og lögðu af stað í hið skipulagða Laugavegshlaup. Þetta var liður í undirbúningi þeirra fyrir UTMB í haust.
Hlaup.is var að vanda á staðnum og fangaði stemminguna með myndum, myndböndum og viðtölum. Myndir og úrslit koma inn á hlaup.is fljótlega. Þangað til er hlaupasamfélagið hvatt til að fara inn á Fésbókarsíðu hlaup.is og drekka í sig stemminguna.
Fyrstu þrír karlar | ||
1 | Þorbergur Ingi Jónsson | 04:32:14 |
2 | Örvar Steingrímsson | 4:44:39 |
3 | Birgir Már Vigfússon | 04:55:55 |
Fyrstu fjórar konur | ||
1 | Anna Berglind Pálmadóttir | 05:24:00 |
2 | Elísabet Margeirsdóttir | 05:55:16 |
3 | Silke Ursula Eisebeck | 05:59:16 |
4 | Eva Birgsdóttir | 06:03:19 |