Arnar Pétursson er Íslandsmeistari karla í maraþoni.Benjamin Paul Zywicki frá Bandaríkjunum sigraði í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2018. Hann hljóp á 2:23:43, sem er 9. besti tíminn sem náðst hefur í karlaflokki frá upphafi. Heildarúrslit úr Reykjavíkurmaraþoni koma á hlaup.is um leið og þau berast.Maraþonið er einnig Íslandsmeistaramót í maraþoni og var sigurvegari þar og jafnframt þriðji í heildarkeppninni Arnar Pétursson. Arnar hljóp á 2:26:43 sem er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni frá upphafi.Anna Berglind Pálmadóttir kom fyrst íslenskra kvenna í mark í maraþoni á 3:11:14. En Sara Tierny kom fyrst kvenna í mark á 2:58:50Efstu þrír karlar1. Benjamin Paul Zywicki, Bandaríkjunum, 2:23:432. Peter Jenkei, Ungverjalandi, 2:24:063. Arnar Pétursson, 2:26:43
Efstu þrír íslensku karlar
1. Arnar Pétursson, 2:26:43
2. Sigurjón Ernir Sturluson, 2:47:00
3. Hlynur Guðmundsson, 2:57:32
Efstu þrjár konur
1. Sara Tierney, Bandaríkjunum, 2:58:50
2. Marissa Saenger, Bandaríkjunum 3:00:42
3. Rachel Parker, Bretlandi, 3:09:11
Efstu þrjár íslensku konur
1. Anna Berglind Pálmadóttir, 3:11:14
2. Hólmfríður J. Aðalsteinsdóttir, 3:12:46
3. Sigrún Sigurðardóttir, 3:18:51
Anna Berglind Pálmadóttir er Íslandsmeistari kvenna í maraþoni.Í hálfmaraþoni kom Raymond McCormack Jr frá Bandaríkjunum fyrstur í mark á 01:05:17 og sigurvegari í kvennaflokki er Jess Draskau Petersson frá Danmörku á 01:15:58. Tími McCormack er þriðji besti tíminn sem náðst hefur í hálfu maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni og tími Petersson er fjórði besti í kvennaflokki.Fyrsti íslenski karl var Hlynur Andrésson en hann var annar í karlaflokki á tímanum 01:05:44. Hlynur bætti sinn besta tíma um næstum fjórar mínútur og er þetta jafnframt annar besti tími sem Íslendingur hefur náð í hálfmaraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni.
Fyrsta íslenska konan var Elín Edda Sigurðardóttir á 01:19:06 og var hún einnig í öðru sæti í heildarkeppninni í kvennaflokki. Elín Edda var að bæta sinn besta tíma í hálfu maraþoni um rúmar tvær mínútur og var tími hennar einnig annar besti tími sem Íslendingur hefur náð í hálfu maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni.
Fyrstu þrír karlar
1. Raymond McCormack Jr, USA, 1:05:17
2. Hlynur Andrésson, ISL, 01:05:44
3. Bradley Mish, USA, 01:08:35
Fyrstu þrír íslensku karlar
1. Hlynur Andrésson, 01:05:44
2. Þórólfur Ingi Þórsson, 01:15:09
3. Geir Ómarsson, 01:16:38
Fyrstu þrjár konur
1.Jess Draskau Petersson, DK, 01:15:58
2. Elín Edda Sigurðardóttir, ISL, 01:19:06
3. Erica Weitz, USA, 01:23:22
Fyrstu þrjár íslensku konur
1. Elín Edda Sigurðardóttir, 01:19:06
2. Rannveig Oddsdóttir, 01:26:37
3. Anna Karen Jónsdóttir, 01:28:18
Sigurvegarar í 10 km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru Helga Guðný Elíasdóttir og Florian Pyszel.
Fyrstu þrír karlar
1. Florian Pyszel, POL, 32:50
2. Baldvin Þór Magnússon, ISL, 32:57
3. Timo Kuepper, GER, 33:05
Fyrstu þrír íslensku karlar
1. Baldvin Þór Magnússon, 32:57
2. Ingvar Hjartarson, 34:50
3. Vilhjálmur Þór Svansson, 35:45
Fyrstu þrjár konur
1. Helga Guðný Elíasdóttir, ISL, 39:24
2. Arndís Ýr Hafþórsdóttir, ISL, 39:50
3. Mallory Fratta, USA, 40:32
Fyrstur þrjár íslensku konur
1. Helga Guðný Elíasdóttir, ISL, 39:24
2. Arndís Ýr Hafþórsdóttir, ISL, 39:50
3. Borghildur Valgeirsdóttir ISL, 42:26
Alls skráðu 14.579 manns skráð sig til þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka á hlaupastyrkur.is gengur mjög vel, en búið er að safna 24% hærri upphæð en á sama tíma í fyrra. Heildarupphæð safnaðra áheita stóð í 130 milljónum í morgun og því ljóst að 118 milljón króna metið frá því í fyrra hefur verið slegið. Áheitasöfnunin verður opin til miðnættis á mánudag.
Til gamans má geta að forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, kom í mark í hálfu maraþoni á tímanum 01:48:40. Þetta er í 16. sinn sem Guðni hleypur hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur.
Besti tími Guðna í hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu var árið 2014, en þá hljóp hann á 1:39:58, en flestir tímar hans hafa verið frá 1:40 til 2:00 klst.
Guðni kemur í mark í hálfmaraþoni í dag.
Myndir: ÍBR/Eva Björk Ægisdóttir.