Rúmlega fjórtán þúsund hlauparar tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Arnar Pétursson sigraði í maraþoni á 2:23:08 sem er besti tími Íslendings í hlaupi hér á landi. Þar með bætti Arnar sig um rúma mínútu. Hólmfríður J. Aðalsteinsson kom fyrst íslenskra kvenna í mark í maraþoni á tímanum 3:04:43.
Hlynur Andrésson sigraði í hálfmaraþoni karla á 1:07:59. Andra Kolbeinsdóttir kom fyrst íslenskra kvenna í mark í hálfmaraþoni á 2:21:08.
Í 10 km hlaupi komu þau Hlynur Ólason og Elín Edda Sigurðardóttir fyrst í mark, Hlynur á 33:59 og Elín Edda á 35:55.
Hér að neðan má sjá þrjá efstu Íslendinga í vegalengdum Reykjavíkurmaraþons. Heildarúrslit birtast á hlaup.is í kvöld. Þúsundir mynda úr hlaupinu munu birtast á hlaup.is á næstu dögum. Neðst á síðunni má sjá fjölmörg viðtöl við sigurvegara dagsins og fleiri hetjur.
Maraþon
Karlar
1. Arnar Pétursson. 2:23:07.
2. Sigurjón Ernir Sturluson. 2:45:38.
3. Kristján Svanur Eymundsson. 2:48:48.
Konur
1. Hólmfríður J. Aðalsteinsdóttir. 3:08:48.
2. Melkorka Árný Kvaran. 3:23:32.
3. Andrea Hauksdóttir. 3:36:24.
Hálfmaraþon
Karlar
1. Hlynur Andrésson 1:07:59.
2. Sigurður Örn Ragnarsson. 1:14:19.
3. Vignir Már Lýðsson. 1:15:11.
Konur
1. Andra Kolbeinsdóttir. 1:21:08.
2. Anna Berglind Pálmadóttir. 1:26:53.
3. Rúna Egilsdóttir. 1:27:34.
10 km hlaup
Karlar
1. Hlynur Ólason. 33:59.
2. Þórólfur Ingi Þórsson. 34:08.
3. Vilhjálmur Þór Svansson. 35:03.
Konur
1. Elína Edda Sigurðardóttir. 35:55.
2. Arndís Ýr Hafþórsdóttir. 37:19.
3. Helga Margrét Þorsteinsdóttir. 38:30.