Heppnir lesendur hlaup.is verðlaunaðir fyrir að kjósa

birt 16. febrúar 2015

Kolbrún með gjafabréfið góða.Fjölmargir lesendur hlaup.is tóku þátt í að velja langhlaupara ársins, verðlaun sem hlaup.is veitti fyrir skömmu.  Nafn Kolbrúnar Katarínusardóttur var dregið úr hópi 850 lesenda hlaup.is sem greiddu atkvæði í kosningunni. Að launum hlýtur Kolbrún glæsilega Brooks hlaupaskó.Annar heppinn hlaupari, Guðjón Ingi Gunnarsson var dreginn úr stórum hópi hlaupara sem gáfu hlaupum einkunn og tóku þar með þátt í að velja hlaup ársins. Guðjón Ingi hlýtur að launum bókina Góð næring - betri árangur í heilsurækt og íþróttum. Bókin sem kemur hlaupurum að góðu gagni er eftir Fríðu Rún Þórðardóttir næringarfræðing og þaulreyndan hlaupara.Á næstu dögum verður tilkynnt um fleiri heppna hlaupara sem hlutu útdráttarverðlaun í tengslum við kosningarnar nýafstöðnu. Hlaup.is þakkar öllum sem greiddu atkvæði í kosningunum.Úrslit í vali á langhlaupara ársinsÚrslit í vali á hlaupi ársins


Guðjón með bók Fríðu Rúnar.