OMM rathlaup - Reykjanes fer fram um næstu helgi, 24.-25. maí. Hlaupið er haldið í þriðja sinn hér á landi en hlaupaserían er bresk og fer m.a. fram hér á landi, í Frakklandi og Bretlandi.
Fimmtíu keppendur eru skráðir til leiks frá Englandi, Skotlandi, Wales, Hollandi Póllandi, Hollandi, Svíþjóð, Noregi, Tékklandi, Ástralíu og Bandaríkjunum auk þess sem tveir þátttakendur eru íslenskir. Hlaupið sem fer fram á Reykjanesi er ofurhlaup þar sem keppendur þurfa að bera allan búnað fyrir tvo daga, þ.e. tjald, svefpoka, mat, klæðnað osv.frv. Hlaupið er einkar athyglsivert fyrir þær sakir að keppendur fá ekki nákvæmar upplýsingar um hlaupaleiðina fyrr en skömmu áður en lagt er af stað.
Nánari upplýsingar um hlaupið má sjá í hlaupadagbók hlaup.is. eða á heimasíðu tileinkaðri íslenska hluta OMM.