Hjálpaðu til við móta nýjan hlaup.is vef - hvernig notar þú hlaup.is?

birt 09. apríl 2018

Hlaup.is stendur á tímamótum, hafin er vinna við nýjan vef, með nýju útliti og betri þjónustu við hlaupasamfélagið. Ætlunin er að bæta frekar í starfsemina og auka virkni til að mæta enn betur þörfum þeirra fjölmörgu sem heimsækja vefinn daglega. Liður í þeirri vinnu er að forvitnast um hvernig hlauparar nota hlaup.is og hvort þeir hafir einhverjar sérstakar óskir um nýja virkni, nýtt efni eða önnur efnistök.

Forsvarsmenn hlaup.is vonast til þess að hlauparar leggi sitt af mörkum og eyði örfáum mínútum í að svara örstuttri skoðanakönnun með því að smella á tengilinn hér að neðan. Allar hugmyndir að mikilvægum viðbótum og nýjungum fyrir vefinn eru vel þegnar. Öll svör eru órekjanleg, en þeir þátttakendur sem vilja, geta skráð netfangið sitt og eiga þá möguleika á vinna útdráttarverðlaun.

Hjálpumst að við að gera íslenska hlaupasamfélagið enn betra.

Taka þátt í könnun