Árlega stendur hlaup.is fyrir vali á hlaupi ársins, annars vegar í flokki götuhlaupa og hins vegar í flokki utanvegahlaupa. Það eru lesendur sem velja hlaup ársins með því að gefa þeim einkunn hér á hlaup.is.Þátttakendur meta nokkra þætti í framkvæmd hlaupanna með því að gefa þeim einkunnir sem leggjast sjálfkrafa saman og út kemur lokaeinkunn sem viðkomandi hlaup fær. Um er að ræða gott tækifæri fyrir hlaupara til að hrósa hlaupahöldurum eða gefa þeim spark í rassinn og um leið ráðleggingar um hvað betur megi fara.
Tilkynnt er um hlaup ársins á árlegri verðlaunaafhendingu hlaup.is sem jafnan er haldin í upphafi hvers árs, en þar er jafnframt tilkynnt um val á langhlaupurum ársins. Í fyrra hlaut Fjögurra skóga hlaupið titilinn "Utanvegahlaup ársins 2014" og Vestmannaeyjahlaupið var kosið "Götuhlaup ársins 2014".
Taktu þátt í að stækka og breikka umgjörðina í íslenska hlaupasamfélaginu og gefðu hlaupunum sem þú tókst þátt í á árinu einkunn. Dregið verður úr innsendum atkvæðum en fjölmargir glæsilegir vinningar verða í boði.
Gefðu einkunn og þú átt möguleika á glæsilegum útdráttarvinningum