Hversu oft hefur þú sem hlaupari ekki verið spurður að því hvort hlaupin fari illa með hnéin á þér?
Eftirfarandi rannsóknir benda hinsvegar til þess, að þvert ofan í það sem haldið hefur verið fram, þá er líkamsrækt byggð á hlaupum góð fyrir hnéin.
Rannsókn frá 2008 gerð í Stanford háskóla, sem náði yfir 20 ára tímabil með samtals 962 aðilum, bæði hlaupurum og þeim sem ekki stunduðu hlaup sýndi að þeir sem stunduðu ekki hlaup voru með 2 sinnum meiri hnémeiðsli vegna lítillar hreyfingar en hinir sem stunduðu hlaup.
Rannsókn frá 2007 gerð við Danube spítalann á bestu maraþonhlaupurum í Austurríki og náði yfir 10 ára tímabil, sýndi fram á að hlaup hafa "verndandi" áhrif á liðamót í hnjám.
Rannsókn sem háskólaspítalinn í Vín framkvæmdi 2006, sýndi fram á að maraþonhlaup skemma ekki brjósk, liðbönd eða beinmerg í hnénu á vel þjálfuðum hlaupurum.
Þú getur því haldið áfram að hlaupa án þess að hafa áhyggjur að skemmdum í hné, ef þú æfir skynsamlega og teygir vel!
Viltu tjá þig um málið ? Farðu þá í umræðuþráð um þetta mál.