Samheldnin ræður ríkjum hjá þessum fríða flokki hlaupadrottninga.Sumir kveðja árið með flugeldum og tilheyrandi en þeim fer sífellt fjölgandi sem kveðja árið með þvi að taka þátt í almenningshlaupi á gamlársdag. Þá fer gamlárshlaupunum sjálfum sífellt fjölgandi en samkvæmt talningu hlaup.is fara allt í allt sjö gamlárshlaup fram á sjálfan gamlársdag.Flestir hlauparar þekkja hið gamalgróna Gamlárshlaup ÍR sem er eitt vinsælasta hlaup landsins á ári hverju. Til marks um vinsældirnar tóku 975 hlauparar þátt í Gamlárshlaupi ÍR í fyrra.
Ekki bara Gamlárshlaup ÍR - víða hlaupið á landsbyggðinni
En það eru fleiri heldur en ÍR-ingar sem halda gamlárshlaup á gamlársdag, t.a.m. nýta margir skokkhópar gamlársdag til að halda mánaðarleg hlaup í hlaupaseríum sínum. Þá er gleðilegt að sjá hversu víða um landið hlauparar geta komist í gamlárshlaup s.s. á Akureyri, Egilsstöðum og Húsavik.
Það er fátt betra heldur en að kveðja gamla árið með léttum 10 km og ekki er það verra að klæða sig upp í flottan búning eins og sífellt fleiri gera. Í Gamlárshlaupi ÍR má til að mynda sjá ógrynni af fólki í skrautlegum búningum eins og vel er haldið til haga í myndaalbúmi hlaup.is frá hlaupinu í fyrra.Festum hefðina enn betur í sessiHlaup.is vill hvetja hlaupara um allt land til að taka þátt í gamlárshlaupi, kveðja gamla árið með heilnæmum hætti og styrkja enn betur í sessu þá skemmtilegu hefð sem skapast hefur um gamlárshlaupin.Finna má yfirlit og upplýsingar um hlaupin í hlaupadagskrá hlaup.is Þýski stílinn er klassískur en frekar efnislítill.