Stefán Þórðarson sem einnig er umsjónarmaður Maraþonskrár FM, hefur útbúið æfingadagbók sem hentar vel fyrir hlaupara, þríþrautarfólk og sundfólk.
Kerfið er opið öllum og einfalt í notkun. Um er að ræða opið kerfi, þannig að allir geta séð í dagbók hvers og eins. Það getur verið bæði lærdómsríkt og skemmtilegt. Kerfið hefur hann hannað sjálfur, og auðvitað stuðst við önnur kerfi sem hafa átt vinsældum að fagna. Stefán leggur áherslu á að kerfið sem sé auðveldast í notkun, og hvetur fólk til að koma með tillögur til nýjunga. Oft þarf bara smávægilegar breytingar til að kerfið henti sem flestum, án þess að verða of flókið.
Hlaupadagbókin var tekin formlega í notkun þann 6. janúar og nú hafa 45 félagar skráð sig í kerfið, og fjölgar stöðugt. Hlaupadagbókin verður hluti af hlaup.is, þannig að hægt er opna Hlaupadagbókina með því að velja Hlaup/Hlaupadagbókin.
Stefán mun vera umsjónarmaður Hlaupadagbókarinnar á sama hátt og hann sér um úrslit erlendra hlaupa hér á síðunni, og heldur um Maraþonskrá FM, Félags Maraþonhlaupara.