Elísabet Margeirsdóttir ofurhlaupari verður með í ferðinni.Komaso og Gaman ferðir standa fyrir hlaupaferð til Tenerife 5-12. desember næstkomandi. Um er að ræða æfingaferð með mörgum af reyndustu, bestu og fróðustu hlaupurum landsins. Þjálfarar og æfingafélagar í ferðinni verða þau Kári Steinn Karlsson, Þorbergur Ingi Jónsson, Elísabet Margeirsdóttir og Ívar Trausti Jósafatsson. Taka skal fram að allir eru velkomnir, ferðin hentar byrjendum sem lengra komnum.Fjölbreytt dagskrá - óþrjótandi möguleikarFjölbreytt dagskrá er í boði alla daga sem nánar verður auglýst þegar nær dregur en aðstaða er fyrsta flokks á svæðinu, skiptir þá engu máli hvort áhersla sé lögð á brautarhlaup, götuhlaup, fjallahlaup, hjólreiðar, sund eða styrktaræfingar.
Ráðleggingar frá fremstu hlaupurum landsins
Í ferðinni verður boðið upp á fyrirlestra frá Kára Steini, Þorbergi Inga, Elísabetu Margeirs og Ívari Trausta um hinar ýmsu hliðar hlaupanna, s.s.maraþon, utanvegahlaup, fjallahlaup, æfingar, næringu, meiðsli og margt fleira. Innifalið í ferðinni er æfingaáætlun fram að ferð og í mánuð eftir ferð. Frábært tækifæri til að æfa með og læra af þeim bestu. Leggðu grunninn að góðu hlaupaári 2016.
Ferðin kostar 134.900 kr. á mann miðað við tvo saman í íbúð. Innifalið er flug með WOW Air til Tenerife, 20 kg taska báðar leiðir, 4 stjörnu hóteli með hálfu fæði í viku ásamt mögnuðum æfingum og fyrirlestrum frá þeim bestu í bransanum. Hægt er að panta og fá nánari upplýsingar hjá Gaman ferðum og á fésbókarsíðu Tenerife æfingaferða.