Gamla konungsborgin München býður upp á frábæra möguleika til að upplifa borgarmaraþon í einni af fallegustu borgum Evrópu. Hlaupið verður það 28. í röðinni en árið 2010 var í fyrsta skipti boðið upp á hálft maraþon og 10 km hlaup, ásamt að sjálfsögðu heilu maraþoni. Fjöldi áhorfenda munu standa meðfram hlaupaleiðinni og hvetja þig í mark og er stemmningin gríðarleg. München er einstaklega lífleg og heillandi borg og á hlaupaleiðinni munu þátttakendur sjá marga fallegustu og merkustu staði borgarinnar.
Bændaferðir skipuleggja ferð í München maraþon í haust. Flogið verður til München þar sem gist verður á hóteli í hjarta borgarinnar í þrjár / fimm nætur. Hótelið er á besta stað fyrir hópinn, í miðbænum og stutt í startið.
Maraþonið fer fram sunnudaginn 13. október kl. 10.00 og um kvöldið fagnar hópurinn sigrum dagsins.
Nánari upplýsingar: