birt 11. janúar 2011

Hlaupahandbókin 2011 kemur út um miðjan janúar, eftir eins árs hlé. Hlaupahandbókin hefur notið mikilla vinsælda og mikið af fyrirspurnum og beiðnum komu þegar útgefendur frestuðu útgáfu bókarinnar í fyrra.

Bókin HLAUP 2011, hlaupahandbókin er eftir Gunnar Pál Jóakimsson sem hefur mikla reynslu sem þjálfari keppnisfólks og skokkara. Í bókinni eru æfingaáætlanir og ýmis konar fræðsluefni auk æfingadagbókar. Bókin er 176 blaðsíður með dagbókinni. Útgefandi er GPJ ráðgjöf.

Bókin verður til sölu í vefverslun hlaup.is.