Hlaupahópur Fjölnis óskar eftir þjálfara

birt 18. nóvember 2015

Hlaupahópur Fjölnis í Grafarvogi hefur starfað í 23 ár.  Hópurinn er öllum opinn og eru meðlimir hans á öllum aldri og á getustigi sem spannar allt frá frístundaskokkurum til afrekshlaupara. Hópurinn hefur verið áberandi í almenningshlaupum á Íslandi í gegnum tíðina í öllum helstu vegalengdum langhlaupa. Enn fremur hefur hann reglulega staðið fyrir ferðum á hlaupaviðburði erlendis.  Í hópnum er blómlegt félagslíf sem tengist áhuga meðlimanna á hlaupum og útiveru.Nú leitar hópurinn að nýjum þjálfara (eða þjálfurum) sem er tilbúinn að leiða hópinn í áframhaldandi starf og hefur metnað til frekari uppbyggingar og nýliðunar hópsins. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af afreksþjálfun í langhlaupum auk þess að eiga auðvelt með mannleg samskipti. Kostur er að viðkomandi hafi menntun í íþrótta- og þjálfunarfræðum. Gert er ráð fyrir þremur föstum æfingum á viku sem fela í sér hlaupaþjálfun auk styrktarþjálfunar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf um áramót.Áhugasamir eru hvattir til að skila inn umsókn eigi síðar en mánudaginn 7. desember á Skrifstofu Fjölnis, netfang frida@fjolnir.is, heimilisfang Egilshöllin, Fossaleyni 1, 112 Reykjavík.

Nánari upplýsingar veita meðlimir hlaupahópsins þau Gautur Þorsteinsson (gautur@vodafone.is) og Sigríður Klara Böðvarsdóttir (skb@hi.is).