Stjarnan og Hlaupahópur Stjörnunnar (HHS) hafa náð samkomulagi um að HHS sjái um Kvennahlaupið. Kvennahlaupið er í eigu ÍSÍ sem hefur útvistað hlaupinu til Stjörnunnar í gegnum árin. Almenningsíþróttadeild Stjörnunnar hefur séð um hlaupið en nú tekur Hlaupahópurinn við keflinu. Þetta er stærsta Kvennahlaupið á landsvísu og sér HHS um hlaupið fyrir höfuðborgarsvæðið.Kvennahlaupið fer fram laugardaginn 4. júní í ár og ræst verður frá Garðatorgi. Áætlað er að 3.500 - 4.000 konur taki þátt í hlaupinu í Garðabæ en hlaupið er á 82 stöðum á landinu. Mynd af Fésbókarsíður Kvennahlaupsins
birt 28. febrúar 2016