Metnaður íslenskra hlaupahaldara er alltaf að aukast og Flensborgarar hyggjast taka fullan þátt í þeirri þróun. Flensborgarar hafa með aðstoða dróna tekið upp glæsilegt myndband af hlaupaleiðinni sem liggur frá Flensborgarskólanum áleiðis upp í Kaldársel og til baka aftur.
Flensborgarhlaupið fer fram á þriðjudaginn, þann 22. september. Ástæða er til að hvetja hlaupara til að taka þátt í hlaupinu, sérstaklega núna þegar almenningshlaupunum fer fækkandi með lækkandi sól. Um 300 manns tóku þátt í Flensborgarhlaupinu í fyrra sem þótti takast einkar vel. Að lokum viljum við endilega hvetja metnaðarfulla hlaupahaldara til að hafa samband við okkur þegar búa til sín glæsilegu kynningarmyndbönd.