Hlaupanámskeið hlaup.is á næsta leyti

birt 30. janúar 2018

Skráning á hlaupanámskeið hlaup.is er hafin. Næsta námskeið verður í febrúar, þann 7, 12. og 13. febrúar. Annað samskonar námskeið verður í mars, þann 7, 12. og 13. mars. Hundruð hlauparar hafa setið námskeiðin frá því þau hófu göngu sína árið 2009 og haft gagn og gaman af.

Námskeiðin eru fyrir hlaupara á öllum stigum, byrjendur og lengra komna, þar er farið yfir helstu atriði í tengslum við hlaupaþjálfun og flest þau atriði sem huga þarf að í tengslum við hlaup. Hlaupanámskeiðin henta vel sem grunnur fyrir byrjendur eða lengra komna sem langar til að fræðast og ná meiri hraða, úthaldi og forðast meiðsli.

Skráning á námskeið í Reykjavík miðvikudaginn 7. febrúar, mánudaginn 12. febrúar og þriðjudaginn 13. Febrúar

Skráning á námskeið í Reykjavík miðvikudaginn 7. mars, mánudaginn 12. mars og þriðjudaginn 13. mars

Námskeiðin fara fram í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal auk verklegrar æfingar í Laugardal. Nánar má fræðast um námskeiðið hér.

Umsagnir frá þátttakendum:
Margrét Elíasdóttir, þjálfari KR-skokk
"Frábært námskeið, virkilega vandað og vel farið yfir allt sem við kemur hlaupum bæði fyrir byrjendur og lengra komna.
Mun nýtast mér mikið í minni þjálfun hjá KR-skokk. Mæli heilshugar með þessu námskeiði fyrir alla hlaupara."

Ívar Trausti Jósafatsson, hlaupaþjálfari hjá Þríkó.
"Ég fór á tveggja kvölda Fræðslunámskeið hjá Torfa á hlaup.is í september 2014.
Líkaði virkilega vel og út frá mínu sjónarhorni sem hlaupara og þjálfara sé ég námskeiðið sem ávinning fyrir alla.
Farið var yfir alla þætti sem skipta máli í þjálfun, góð upprifjun á ýmsu og margt nýtt lært.
Námsefnið hjálpar svo sannarlega í þjálfun."

Agnar Jón Ágústsson, maraþonhlaupari og forsvarsmaður Hlaupahóps Stjörnunnar    
Virkilega vandað, yfirgripsmikið og skemmtilegt námskeið um hlaup hjá Torfa.  Fór á tveggja kvölda námskeið veturinn 2015. Þetta er námskeið sem nýtist öllum hlaupurum, bæði þeim sem hafa reynslu og þekkja vel til, þeim sem eru að byrja og allt þarna á milli.
Efnið er vel sett upp, farið er yfir alla þætti sem skipta máli í hlaupum. Torfi er skemmtilegur fyrirlesari og heldur manni vel við efnið allan tímann og setur hlutina í samhengi. Mæli eindregið með þessu námskeiði hans Torfa.