Fróðleiksfúsir hlauparar á hlaupanámskeiði. Hlaup.is stendur fyrir sínu geysivinsæla hlaupanámskeiði dagana 10.,12. og 17. febrúar næstkomandi. Á námskeiðinu sem samanstendur af tveimur fyrirlestrarkvöldum og einni verklegri æfingu, er farið í gegnum lystisemdir hlaupanna á skemmtilegan og fræðandi hátt.Á meðal þess efnis sem farið er í gegnum eru styrktaræfingar, meiðsli og fyrirbyggjandi aðgerðir, teygjur, liðleikaæfingar, þjálfun með púlsmæli, æfingamagn og æfingaáætlanir svo eitthvað sé nefnt. Námskeiðinu lýkur með verklegri æfingu þar sem farið er i gegnum þá þætti sem rætt er um í fyrirlestrunum.
Námskeiðið er einkar fjölbreytt og hentar jafnt þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref eða þá sem hafa hlaupið lengur og langar til að fræðast nánar og byggja ofan á hraða sinn og úthald með þekkingu sem nýtist við æfingar. Ef þig vantar hvatningu, fræðslu eða þekkingu þegar kemur að hlaupunum þá er hlaupanámskeiðið staður fyrir þig.
Námskeiðin hafa verið haldin allt frá árinu 2009 og oft hafa færri komist að en vilja. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Torfi H. Leifsson, umsjónarmaður hlaup.is. Torfi hefur sjálfur hlaupið í 25 ár auk þess að hafa viðað að sér mikilli þekkingu um hinar ýmsu hliðar hlaupanna í áranna rás. Hægt er að skrá sig á skráningareyðublaði á hlaup.is
Nánari upplýsingar gefur Torfi H. Leifsson í síma 845-1600 eða torfi@hlaup.is. Lesa má nánar um námskeiðið á kynningarsíðu á hlaup.is.