Viltu ná þér í þekkingu og verkfærin til að ná því mesta út úr þeim tíma sem þú stundar æfingar? Þá er hlaupanámskeið hlaup.is rétta leiðin fyrir þig. Farið er yfir flestar hliðar hlaupaþjálfunar út frá ýmsum sjónarhornum og sýnt hvernig hægt er að ná betri árangri í hlaupunum.
Næsta fræðslunámskeið hlaup.is fyrir hlaupara, byrjendur og lengra komna verður haldið þriðjudaginn 16. október og fimmtudaginn 18. október milli kl. 18 og 21:30 og einn verklegur tími þriðjudaginn 30. október kl. 17:15-18:30. Á námskeiðinu er farið yfir helstu atriði í tengslum við hlaupaþjálfun og flest þau atriði sem huga þarf að í tengslum við hlaup.
Þetta námskeið er fyrir alla bæði þá sem eru að byrja og líka fyrir þá sem hafa hlaupið í einhvern tíma og langar til að ná meiri hraða og úthaldi. Tryggðu þér sæti strax. Athugaðu að þú getur fengið endurgreiðslu frá stéttafélagi vegna námskeiðsins.
Allir sem koma á námskeiðið fá gjafabréf fyrir máltíð á veitingastaðnum Culiacan.
Umsagnir
Nokkrar umsagnir frá þátttakendum á námskeiðum sem haldin hafa verið:
Margrét Elíasdóttir, þjálfari KR-skokk
"Frábært námskeið, virkilega vandað og vel farið yfir allt sem við kemur hlaupum bæði fyrir byrjendur og lengra komna.
Mun nýtast mér mikið í minni þjálfun hjá KR-skokk. Mæli heilshugar með þessu námskeiði fyrir alla hlaupara."
Ívar Trausti Jósafatsson, hlaupaþjálfari hjá Þríkó.
"Ég fór á tveggja kvölda Fræðslunámskeið hjá Torfa á hlaup.is í september 2014.
Líkaði virkilega vel og út frá mínu sjónarhorni sem hlaupara og þjálfara sé ég námskeiðið sem ávinning fyrir alla.
Farið var yfir alla þætti sem skipta máli í þjálfun, góð upprifjun á ýmsu og margt nýtt lært.
Námsefnið hjálpar svo sannarlega í þjálfun."
Agnar Jón Ágústsson, maraþonhlaupari og forsvarsmaður Hlaupahóps Stjörnunnar
Virkilega vandað, yfirgripsmikið og skemmtilegt námskeið um hlaup hjá Torfa. Fór á tveggja kvölda námskeið veturinn 2015. Þetta er námskeið sem nýtist öllum hlaupurum, bæði þeim sem hafa reynslu og þekkja vel til, þeim sem eru að byrja og allt þarna á milli. Efnið er vel sett upp, farið er yfir alla þætti sem skipta máli í hlaupum. Torfi er skemmtilegur fyrirlesari og heldur manni vel við efnið allan tímann og setur hlutina í samhengi. Mæli eindregið með þessu námskeiði hans Torfa.
Óskar Jakobsson þjálfari hlaupahóps Vals skokk
Mjög fróðlegt og ýtarlegt námskeið hjá Torfa. Var gott að sækja hlaupanámskeiðið til að auka þekkingu mína og einnig til að skerpa á hlutum sem ég átti að vita. Er þegar farinn að nýta mér námskeiðið sem þjálfari. Hann fer yfir þætti sem nýtast hlaupurum eins og við val á skóm og fatnaði, undirbúa keppnishlaup, algengustu meiðsl og hvernig er best að styrkja líkamann til að koma í veg fyrir álagsmeiðsl. Þetta er námskeið sem allir hlauparar ættu að sækja. Takk fyrir mig!
Eftir að námskeiðinu lýkur hafa þátttakendur fengið skilning á öllum helstu hugtökunum í tengslum við hlaup og hlaupaþjálfun og samhengi ýmissa þátta í tengslum við árangursríkan og meiðslafrían hlaupaferil. Allir sem koma á námskeiðið fá gögn til að taka með sér.
Námskeiðin hafa verið haldin frá árinu 2009.
Hluti af þátttakendum á námskeiði í mars 2014
Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir eftirfarandi:
- Hvað þarf að hafa í huga þegar byrjað er að hlaupa?
- Æfingahugtökin, æfingamagnið, æfingáætlanir
- Mismunandi tegundir af æfingum sem æfingaáætlanir þurfa að innihalda til að ná árangri og framförum, eru kynntar.
- Hversu mikið á að hlaupa, hversu langt á að hlaupa á æfingum og á hvaða hraða.
- Uppbyggingu æfingaáætlana og æfingaáætlanir fyrir byrjendur og lengra komna kynntar.
- Þjálfun með púlsmæli
- Notkun púlsmælis á hlaupaæfingum. Farið er í hámarkspúls, hvíldarpúls og hver æfingapúlsinn á að vera.
- Hlaupastíll
- Helstu atriði sem skipta máli í góðum og hagkvæmum hlaupastíl og æfingar til að bæta stílinn.
- Mataræði
- Hvað er það sem skiptir máli í mataræði? Hvernig á að nærast þegar æft er af kappi? Orka í keppnishlaupum. Einnig verður fjallað um orkubúskap líkamans
- Teygjur og liðleikaæfingar
- Af hverju á að teygja, hvernig á að teygja, hvenær á að teygja, hvað á að teygja? Farið er í fjölda teygjuæfinga bæði í fyrirlestri og í verklegum tíma.
- Styrktaræfingar
- Til hvers eru styrktaræfingar og hver eru áhrif þeirra á árangur? Farið er í fjölda styrktaræfinga í fyrirlestri og verklegum tíma.
- Meiðsli og fyrirbyggjandi aðgerðir
- Algengustu meiðsli hlaupara og orsakir þeirra og helstu forvarnir. Hvernig er besta að haga æfingum til að minnka líkur á meiðslum?
- Konur og hlaup - Hvernig þurfa konur að hátta sínum æfingum öðruvísi en karlmenn ?
- Útbúnaður og val á útbúnaði - Skór, fatnaður, tæki
- Hvernig á að velja skó, hvaða týpa af skóm hentar hverju hlaupalagi og hvernig velja á stærð á skóm? Ending á skóm og mismunur á hinum ýmsu skótýpum. Hvað eru bestu skórnir, hvernig á að velja skó með tilliti til mismunandi undirlags og/eða vegalengdar?
- Hvernig fatnaður hentar best við mismunandi aðstæður, sumar og vetur.
- Ýmis aukabúnaður sem hlauparar nota, púlsmælar, GPS mælar, drykkjarbelti ofl.
- Almenningshlaup og undirbúningur fyrir hlaup
- Ýmislegt fleira.
Ef þú ert byrjandi eða búin(n) að hlaupa í einhvern tíma og langar til að ná fræðast og ná meiri hraða og úthaldi, þá er hlaupanámskeið hlaup.is fyrir þig!
Námskeið í Reykjavík
Námskeiðið er tveir fyrirlestrar frá 18:00-21:30 og einn verklegur tími 17:15-18:30.
Á verklegri hlaupaæfingu (mjög létt æfing) verður farið yfir þá þjálfunarþætti sem farið er yfir á fyrirlestrunum og sýnt hvernig framkvæma á hinar ýmsu hlaupaæfingar. Athugaðu að ef verklegi tíminn hentar þér ekki, getur þú fengið að taka hann á öðrum tíma. Hlaupaæfingin tekur um 1-1,5 klst.
Staðsetning
Námskeiðið verður haldið í fyrirlestrarsal á 3. hæð í húsi ÍSÍ í Laugardalnum (Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands íþróttamiðstöðinni Laugardal, sjá staðsetningu á ja.is). Þegar þið komið inn gangið þið til hægri upp á 3. hæðina og við verðum þar í E eða D salnum. Verklegi tíminn er haldinn í Laugardalnum og við hittumst í anddyri Laugardalssundlaugarinnar.
Verð
Verðið á námskeiðinu er 13.500 kr og er hægt að skipta greiðslum eftir hentugleikum. Greiða þarf staðfestingargjald 4.000 kr við skráningu inn á reikning 528-26-2508, kt. 420503-2960, annars er skráningin ekki gild. Athugaðu að þú getur fengið endurgreiðslu frá stéttafélagi vegna námskeiðsins.
Fyrirtækjanámskeið
Viltu fá svona námskeið í þinn hóp eða þitt fyrirtæki? Hafðu samband við hlaup.is og þá er hægt að stilla námskeiðið af tímalega þannig að það henti hópnum eða fyrirtækinu.
Umsagnir
Nokkrar fleiri umsagnir frá þátttakendum á námskeiðum sem haldin hafa verið:
"Ég er alsæl, verið að hugsa um þetta í nokkurn tíma. Mjög gott námskeið, góð skil á efni og efnið gott. Hlakka til að takast á við að hlaupa"
"Mjög skemmtilegt og lærdómsríkt námskeið"
"Takk fyrir mig. Ég hleyp strax hraðar :-)"
"Þakka mikið gott og hvetjandi námskeið"
"Takk fyrir nauðsynlegt og gott námskeið"
"Bara mjög ánægð. Takk fyrir !"
Leiðbeinandi
Umsjónarmaður hlaup.is, Torfi H. Leifsson er leiðbeinandi á námskeiðinu. Torfi hefur stundað hlaup í 25 ár og hefur séð um hlaup.is frá 1996.Vinsamlegast hafið samband við Torfa, torfi@hlaup.is, sími 845-1600 ef þið viljið fá nánari upplýsingar.