Hlaupaþjálfari og leiðbeinandi óskast fyrir Hlaupahóp Stjörnunnar í Garðabæ

birt 11. desember 2012

Óskum eftir að ráða hlaupaþjálfara til þess að sjá um þjálfun Hlaupahóps Stjörnunnar.  Þjálfarinn stjórnar hlaupaæfingum tvisvar til þrisvar í viku.  Hlaupahópur Stjörnunnar var stofnaður í október 2012 og nú eru 90 skráðir hlauparar sem æfa og skiptast þeir í tvo byrjendahópa og einn hóp lengra kominn.  Vegna þessa fjölda óskum við jafnframt eftir því að ráða leiðbeinanda (aðstoðarmann þjálfara) sem er tilbúinn að leiða og stýra einum byrjendahóp.

Hlaupahópur Stjörnunnar er félag undir Almenningsíþóttadeild Stjörnunnar.  Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar sem og styrktaraðilar hafa veitt félaginu fjárhagsstuðning til að greiða fyrir þjálfun og leiðbeinendur.  Sérstakt hlauparáð, sem í sitja fimm aðilar, sér um daglegan rekstur og mun styðja þétt við bakið á þjálfara og leiðbeinenda við uppbyggingu á þessum frábæra hlaupahópi.

Nánari upplýsingar um Hlaupahóp Stjörnunnar má finna netsíðu hlaupahópsins http://stjarnanhlaup.wordpress.com/

Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Agnar Jón Ágústsson í síma 896-8519 eða á neftangið agnarjon@gmail.com