Hvorki meira né minna en fjögur almenningshlaup fara fram næstkomandi fimmtudag, uppstigningardag. Utanvegahlaup fyrir utan borgarmörkin, 5 km í Laugardalnum, fjölskylduhlaup og 10 km í Grafarvogi og 2, 5 km, 5 km eða 10 km hlaup í Breiðholtinu. Það er því af nógu að taka fyrir hlaupara, hlauparar með valkvíða eru sérstaklega beðnir um að fara að huga að deginum. Hlaupasumarið er greinilega komið á fulla ferð.
Skoðum hlaupin fjögur nánar.
Ölkelduhlaupið: 24 km utanvegahlaup í Hveragerði þar sem notast er við gamalkunna hlaupaleið úr Hlaupaseríu Hamarsmanna. Einnig er 5 km hlaup í boði. Hlaupið er til minningar um ungan dreng, Mikael Rúnar Jónsson, sem lést af slysförum þann 1. apríl. s.l. Foreldrar hans hafa verið dyggir félagar í hlaupahópnum og mun allur ágóði hlaupsins renna til fjölskyldunnar.
Breiðholtshlaup Leiknis: Þrjár hlaupaleiðir í boði 2,5 km,5 km og 10 km í boði, hentugt fyrir alla fjölskylduna. Vinalegt hlaup í Breiðholtinu.
Sr. Friðrikshlaupið: 5 km hlaup í Laugardalnum þar sem allur ágóði rennur til æskulýðsstarfs KFUM og KFUK.
Fjölnishlaup Gaman ferða (Powerade sumarhlaupin): Hið gamalkunna Fjölnishlaup fer fram í 29. skipti. 10 km hlaupaleið en einnig er í boði 1,4 km hlaupaleið fyrir yngri kynslóðina. Þeir ættu að kunna þetta í Grafarvoginum eftir að hafa haldið hlaupið í næstum þrjátíu ár.
Hlaup.is hvetur hlaupara til að nýta frídaginn og taka þátt í einu af hlaupunum.