Hlauphaldarar byjaðir að setja niður dagsetningar 2020

uppfært 25. ágúst 2020

Eftir gott hlaupasumar eru hlauphaldarar byrjaðir að huga að tímasetningum næsta sumar. Hlaup.is er byrjað að fá upplýsingar um dagsetningar næsta sumars og við hvetjum alla hlauphaldara að koma þessum upplýsingum sem fyrst á hlaup.is (heimir@hlaup.is) til að hægt sé að stilla upp hlaupadagskránni 2020 sem fyrst. Eitthvað af nýjungum munu líta dagsins ljós næsta sumar eins og eftirfarandi listi ber með sér:

6. júní: Iceland Running Festival.

  • 5km, 10km, hálft og heilt maraþon. Löglega mældar brautir.
  • Reykjavík, Kópavogur, Arnarnes, Garðabær, Álftanes og Hafnarfjörður. Hvar er besti stuðningurinn? Er það hjá Álftanesi og Forseta Íslands?
  • Start og endir í Nauthólsvík.
  • Hlaup og gleði að morgni til og music festival seinni partinn

16. júní: Komaso utanvegahlaupin í útjaðri Reykjavíkur.

  • 10km, 25km, 50km, 75km og 100km.
  • ITRA og UTMB punktar.

3-4. júlí: EcoTrail Reykjavik.

  • Utanvegaveisla sem endar í Nauthólsvík.
  • Start í Grindavík, Krísuvík, Heiðmörk, Rauðhólar með endamarki í Nauthólsvík, Reykjavík.
  • 13km, 23km, 43km og 83km.
  • ITRA og UTMB punktar.

3-4. júlí: America to Europe 101Miles and 101KM Ultra Trail races & Music Festival 2020.

  • Hlaupið yfir brúna milli heimsálfa og á ótrúlega fallegri leið meðfram Reykjanesfjallgarði, Heiðmörk, Rauðhólum, Elliðaárdal, Fossvog og endað við Nauthólsvík.
  • 101km og 162,5km (101 mílur)
  • Þú þarft ekki höfuðljós, ekki óttast úlfa, skógarbirni, slöngur, hunda eða annað! Rekst kannski á kindur en ekkert "hættulegra" í sumarbirtunni sem varir allan sólarhringinn..
  • Endamarkið í Reykjavík. Gleði og endurheimt í Nauthólsvík. Music Festival og enn meiri gleði eftirmiðdag 4. júlí.
  • ITRA og UTMB punktar.

29. júlí miðvikudagur: Adidas Boost 10km hlaupið.

  • Frábær 10 km bætingabraut