Næsta sumar verður boðið upp á 7 daga hlaupaferð fyrir vana hlaupara. Hlaupnir verða 18 til 30 km á dag á stígum og á ótroðnum slóðum í náttúru Íslands.
Ef þú ert vanur hlaupari þá er hér á ferðinni einstök hlaupaferð fyrir þig. Ferðin byrjar á hlaupi um Ölkelduháls yfir Hengil og á Þingvelli. Síðan er ekið uppá miðhálendi í Kerlingarfjöll þar sem heimsótt verða hin rómuðu Þjórsárver. Þar er hlaupið um ósnerta náttúru þar sem enginn er á ferð nema fuglinn fljúgandi. Ferðinni er síðan heitið á Fjallabakið og hlaupið um Hrafntinnusker. Síðasta daginn verður farið yfir hinn einstaka Fimmvörðuháls áður en haldið er heim á leið. Möguleiki á því að hlaupa um Ægisíðuna og fara í sjóbað á 8. degi.
Dagsetningar : 20. - 26. júlí 2013
Leiðsöguhlaupari: Ósk Vilhjálmsdóttir maraþon- og fjallahlaupari.
Hópur: 15-20 manns
Nánari uppýsingar og leiðalýsing á halendisferdir.is