Hlaup.is varð 12 ára miðvikudaginn 13. ágúst síðastliðinn. Hlaup.is var upphaflega búin til, til að birta úrslit í almenningshlaupum og koma öðrum fróðleik á framfæri og er ennþá í því hlutverki ásamt öðru.
Meðfylgjandi eru myndir sem fengnar eru af Modernus.is og sýna hvernig aðsókn að vefnum hefur smátt og smátt aukist. Tölfræðin er frá 2004, eða frá þeim tíma sem hlaup.is fékk nýtt útlit og byrjaði að mæla aðsókn hjá í Virkri vefmælingu. Einnig sýnir meðfylgjandi tafla hvernig meðaltalstölfræðin hefur verið að breytast frá árinu 2005.
Yfirlit yfir aukningu aðsóknar á hlaup.is
Meðaltal | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 |
Daglegir notendur | 288 | 359 | 406 | 461 |
Vikulegir notendur | 1.313 | 1.704 | 2.009 | 2.217 |
Innlit | 2.849 | 3.422 | 3.665 | 4.283 |
Síðuflettingar | 16.708 | 21.695 | 28.422 | 31.995 |
Daglegir notendur
Tölurnar sýna hversu margir nota vefinn á dag í einkvæmri mælingu innan dagsins. Þetta þýðir að hver og einn notandi (vafri, tölva) er aðeins talinn einu sinni á hverjum sólarhring. Á meðfylgjandi mynd sést að daglegir notendur frá áramótum eru á bilinu 400-600 en fara nokkrum sinnum upp í 700-1000 á dag. Meðaltalið á tímabilinu er 468 notendur á dag.
Vikulegir notendur
Niðurstaðan gefur til kynna hversu margir nota vefinn í viku. Mælingin er einkvæm, sem þýðir að hver vafri er aðeins talinn einu sinni í viku. Á þeim 4 árum sem mæling á hlaup.is hefur átt sér stað er meðaltalsfjöldi vikulegra notenda 1.665.
Fjöldi innlita
Fjöldi innlita segir til um hversu oft notendur nota vefinn miðað við að hver notandi geti aðeins framkallað eitt innlit á klukkustund og því mest 24 á sólarhring. Dæmi um túlkun: Skyndileg aukning í fjölda innlita og flettinga, án þess að notendunum fjölgi að sama skapi, bendir til þess að efni vefjarins vekji aukinn áhuga hjá notendum. Meðaltalið tímabilsins er 3.332 innlit í viku.
Síðuflettingar
Tölurnar sýna fjölda síðuflettinga á dag og samanlagðan flettingafjölda á völdu tímabili. Flettingarnar segja til um hversu mörg vefskjöl notendur vefsins sóttu. Á 4 ára tímabili er meðaltal hverrar viku í flettingum 22.357.