Nú er hægt að skoða traffíkina á hlaup.is á lista Samræmdrar vefmælingar. Hlaup.is er inn á listanum frá viku 33, en sú vika er ekki með fullri talningu. Eftir þá viku eru allar tölur réttar. Hlaup.is er í kringum fimmtugasta sæti af íslenskum vefjum sem mældir eru á þennan samræmda hátt með ca. 1.500 - 2.000 notendur vikulega, 3.500 - 5.000 innlit vikulega og 25.000 - 30.000 flettingar vikulega.
Þetta verður að teljast nokkuð góður árangur, en þess ber að geta að nýlega var tekið upp nýtt mælingakerfi hjá Modernus, sem sér um þessa mælingu, sem mælir nú orðið mun nákvæmar alla notkun á vefnum en áður. Aðsóknartölur eru því almennt lægri núna en áður, þegar eldra kerfi var við lýði.