Hlaup.is fagnar 19 ára afmæli sínu í dag

birt 13. ágúst 2016

Hlaup.is á 19 ára afmæli í dag og hefur því kappkostað að þjóna hlaupurum á Íslandi í hartnær tvo áratugi.  Ástæða er til að þakka ykkur hlaupurum fyrir áhugann og samfylgdina allan þennan tíma því án ykkar væri hlaup.is ekki til.

En á tímamótum er einnig gott að staldra við og það gerum við á hlaup.is svo sannarlega, ávallt eru nýjungar í farvatninu og forsvarsmenn síðunnar eru alltaf að leita leiða til að bæta þjónustu við hlaupara. En eins og hlauparar þekkja þá er kappið best með forsjá og þar sem vinna í kringum síðuna er fyrst og fremst áhugamál þá kemst oft minna í verk en síðuhaldarar vildu.

Kæru hlauparar; haldið áfram að koma við á síðunni okkar, glugga í úrslitin, skoða myndirnar, lesa fréttirnar og kryfja yfirheyrslurnar. Því fleiri, lengri og betri heimsóknir, því betri síða.

Fyrsta útgáfan af hlaup.is birtist þann 13. ágúst 1996 (sjá logo hér fyrir ofan) og er hægt að sjá nánari upplýsingar um þróunina á: Um hlaup.is/Saga hlaup.is. Það má með sanni segja að hlaup.is hafi verið á undan sínum samtíma enda heimasíður á netinu ekki svo algengar árið 1996. Til marks um það fór hin mæta síða mbl.is ekki í loftið fyrr en 1998.