birt 09. apríl 2004

Fimmtugur Ástrali setti í morgun heimsmet í hlaupi, hljóp alls 19.030 kílómetra á 274 dögum. Gary Parsons hóf hlaupið 25. apríl og 16. desember hafði hann lagt að baki 17.071 kílómetra og bætt met Bandaríkjamannsins Roberts Sweetgall frá árinu 1983. En Parsons hélt áfram og það var ekki fyrr en í morgun að hann varð að hætta keppni. Þá haltraði hann inn í bæinn Brisbane og náði þar með að hlaupa lágmarks vegalengd hvers dags en það eru 20 kílómetrar. Vinstri ökkli hlauparans er illa farinn og víst að Parsons hleypur ekki í bráð.

Til að fá heimsmetið viðurkennt þurfa menn að hlaupa 20 kílómetra á dag, það hefur hann gert í níu mánuði og heimsmetið er hans. Hann hljóp að meðaltali 72,4 kílómetra á dag þar til hann hafði náð heimsmetinu, hann notaði 12 pör af hlaupaskóm til þess arna og varð að láta sóla þá fjörutíu sinnum á leiðinni.

Reuters 25.01.2000