Hljóp tíu maraþon án þess að sofa

birt 08. júlí 2013

Gunnlaugur Júlíusson ofurhlaupari tók þátt í Thames Ring 2013 hlaupinu 3.-7. júlí síðastliðinn. Hlaupið er sannkallað ofurhlaup en þátttakendur hlaupa 10 maraþon í röð eða rúma 400 km og kláraði Gunnlaugur hlaupið á 77 klukkustundum og 32 mínútum, en sigurvegarinn hljóp sömu leið á 66 klukkustundum og 47 mínútum. Af þeim 37 þátttakendum sem hófu hlaupið kláruðu aðeins 14 keppendur og af þeim endaði Gunnlaugur í 4. sæti.

Umfjöllun vísis um þátttöku hans í hlaupinu má finna á http://www.visir.is/bjorinn-var-lykillinn/article/2013707089987