birt 02. apríl 2017
ÍR-ingurinn Hlynur Andrésson sló Íslandsmet í 5.000 metra hlaupi á Stanford Invitational í Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær, 1. apríl. Hlynur hefur verið að höggva ansi nærri Íslandsmetum Kára Steins Karlssonar í 5 km og 10 km hlaupi undafarin misseri og í gær hrifsaði hann Íslandsmetið í 5 km hlaupi til sín. Hlynur leggur stund á háskólanám vestanhafs, í Eastern Michigan.Hlynur kom þriðji í mark af 23 hlaupurum á 14:00:83 mínútum og bætti því Íslandsmet Kára Steins Karlssonar sem var 14:01.99 mínútur.Samkvæmt frétt mbl.is var hlaupið frábærlega útfært hjá Hlyni en því lauk með miklum endaspretti þar sem þrír hlauparar börðust um sigurinn.Hlaup.is tók viðtal við Hlyn í fyrra þar sem hann var spurður út í Íslandsmetin og háskólalífið vestur í Bandaríkjunum.Heimild: Mbl.is. Hlynur í búningi skólaliðsins.