Hlynur gerði góða hluti á EM í Hollandi

birt 10. desember 2018

Hlynur tignarlegur á brautinni í Hollandi.Hlynur Andrésson hafnaði í 41. sæti ( af 85) í sínum flokki á Evrópumótinu í víðavangshlaupum sem fram fór í Hollandi í gær, sunnudag. Hlynur er fyrsti Íslendingurinn til þess að keppa á EM í víðavangshlaupum. Vonandi verður framhald á þátttöku Íslendinga á mótinu enda eigum við greinilega erindi inn á þetta háborð evrópska hlaupasamfélagsins.Gríðarlega sterkt mótiEins og hlaup.is fjallaði um í síðustu viku var mótið einkar sterkt, þar komu saman nokkrir af bestu hlaupurum álfunnar, m.a. norsku Ingebrigtsen bræðurnir. Bræðurnir eru meðal bestu langhlaupara í Evrópu og stal sá yngsti senunni í sumar þegar hann varð Evrópumeistari fullorðinna í 1500 og 5000 metra hlaupi aðeins 18 ára gamall.Vegalengdin sem Hlynur hljóp í gær var 10.300 metrar og kom hann í mark á tímanum 30:25 mínútum. 1:36 mínútum á eftir fyrsta manni, einmitt Norðmanninum Filip Ingebrigtsen.

Þess má geta að yngsti bróðirinn, Jakob Ingebrigtsen sigraði í flokki undir 20 ára.

Árangur Hlyns á mótinu markar viðeigandi lokapunkt á hans frábæra hlaupaári. Á árinu hefur Hlynur bætt Íslandsmetið í 3000, 5000, 10.000 metra hlaupi og í 3000 metra hindrunarhlaupi. Einnig var Hlynur valinn mikilvægasti frjálsíþróttakarl ársins á lokahófi Frjálsíþróttasambandsins.

Hér að neðan má sjá myndband af helstu hápunktum mótsins.

Heimild: Fri.is.
Mynd: Instagram reikningur Hlyns Andréssonar.